Stjórnmálin

Alţingishúsiđ í kringum 1900Stjórnmálalífiđ var einfalt í sniđum á heimastjórnartíma. Virkir stjórnmálamenn voru umfram allt alţingismennirnir, sem sátu á ţingi fáa mánuđi annađ hvert ár (nema eitthvađ sérstakt kallađi á aukaţing) og höfđu eitthvađ allt annađ ađ ađalstarfi. Ritstjórar blađanna (sem oft voru á ţingi líka) komust nćr ţví ađ vera stjórnmálamenn ađ atvinnu, ţví ađ blöđin töldu ţađ meginhlutverk sitt ađ miđla hinni pólitísku umrćđu, hvort sem ţau gerđu ţađ sem málgögn flokka og flokksbrota eđa sem einkamálgögn ritstjóranna.

Austurvöllur, Alţingishúsiđ og DómkirkjanPólitísk umrćđa, bćđi í blöđum og á ţingi, var oft persónuleg og illskeytt. Kjósendur lćrđu ađ dá sína menn, en tortryggja andstćđingana, ef ekki fyrirlíta. Stjórnmálunum sem slíkum gerđu menn hins vegar ekki lítiđ úr, enda duldist ekki ađ ţar var tekist á um hin mikilvćgustu framtíđarmál: uppbyggingu nútímaţjóđfélags á Íslandi og stöđu Íslands gagnvart Danmörku. Hiđ síđarnefnda, sjálfstćđisbaráttan, var allra mesta alvörumál stjórnmálanna, heilagur málstađur ţjóđar og ţjóđernis, og lítil takmörk fyrir ţví hve sárt fólki gat mislíkađ ef ţađ taldi illa haldiđ á ţeim málum.

Međ heimastjórninni varđ myndun ţingmeirihluta og val á ráđherra ađ nýjum brennipunkti stjórnmálanna, og samstarf ţings og stjórnar varđ lykilatriđi í farsćlli landstjórn. Í ţví efni reyndist Heimastjórnartíminn býsna stormasamur.

Til baka Senda grein Prenta greinina

 
 

Leita: 

 
efnisyfirlit síđunnar